á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Halló allir saman ..... ég er lifandi Já ég hef nú ekki verið sérstaklega dugleg við þetta bloggerí dót mitt. Það er rétt ég skrapp til Íslands í 10 daga. Ástæðan fyrir því að ég lagði allt frá mér og fór til Íslands er sú að ég þurfti að fara í jarðaför og þess háttar. Við Gústi komum svo heim á þriðjudaginn var. Þessa viku er búið að vera frekar mikið að gera og tíminn hefur hreinlega bara flogið áfram. Við Gústi, Hrönn og Sigurjón sáum að það væri sniðugast fyrir okkur að taka bílaleigubílinn viku fyrr, svo að það væri hægt að redda jólunum hér í DK hjá okkur. Við fengum líka þennan fína Renault Megané Station. Við erum samt búin að fara með hann 2 niður í Hertz þar sem að hann var eineygður og svo vantaði P-skífu í hann!! Svo í morgun þurfti ég að skafa og hvað haldið þið!! Það var eingin skafa. En á þessari viku erum við búin að fara einu sinni til þýskalands að verlsa (ekki í cm, heldur var strimillinn 2 A4 síða!), Jólamarkaðinn við Langesø aðalega til að leita af jólatré. Við fundum eitt lítið og voða sætt tré sem bíður eftir að verða sett í nýja fína jólatrésfótinn okkar. Svo á eftir verður farið á eftir á Pizza Hut på Fisketorvet með Axel og Ólöfu, náð svo í Hrönn og Sigurjón. Ætlunin er að gista á hóteli í Kaupmannahöfn, skoða tívólíið og Fields! Jæja ég held að þeir í bókabúðinni hafi verið að hringja í mig. Ég ætla allaveg að kanna hvort að bókin sé kominn fyrir hana Berglindi. Hún verður nú að geta lesið eitthvað um jólin stelpan, finnst ykkur það annars ekki! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|